Elmar Darri Vilhelmsson
Þriðja umferð Íslandsmótsins í mótokrossi fór fram sl. helgi við frábærar aðstæður hjá akstursíþróttafélaginu KKA á Akureyri. Veðrið lék við keppendur, keppnishaldara og áhorfendur og var keppnin hin besta skemmtun.
Mótokrossdeild Umf. Selfoss átti átta keppendur. Flestir keppendur okkar keppa í 85cc flokki og eru á yngra ári. Arnar Ingi Júlíusson varð i þriðja sæti í heildana, Þorkell Hugi Sigurðarson fjórði, Ólafur Atli Helgason fimmti, Sindri Steinn Axelsson ellefti og Elmar Darri Vilhelmsson þrettándi eftir að hafa dottið í fyrsta mótói. Arnar Ingi tók þriðju verðlaun yfir heildina þ.e. eldra og yngra ár en Þorkell og Ólafur tóku fyrstu og þriðju verðlaun fyrir yngra árið.
Þorsteinn Helgi Sigurðarson varð fjórði eftir daginn í unglingaflokki. Einey Ösp Gunnarsdóttir endaði einnig í fjórða sæti í kvennaflokki. Ragnar Páll Ragnarsson keppti í stærsta flokknum sem er mx-open og varð í ellefta sæti.