Torsóttur sigur Selfyssinga

Handbolti - Andri Már Sveinsson
Handbolti - Andri Már Sveinsson

Selfyssingar lentu í basli með ÍH þegar liðin mættust á heimavelli ÍH í 1. deild á föstudagskvöld. ÍH menn voru yfir í hálfleik 17-14 en Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik og sigruðu að lokum með fimm marka mun 25-29.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Andri Már Sveinsson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 6, Guðjón Ágústsson og Hergeir Grímsson 3, Atli Kristinsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2, Sverrir Pálsson, Teitur Örn Einarsson og Alexander Már Egan 1, auk þess sem markvörðurinn Birkir Fannar Bragason skoraði eitt mark.

Selfoss er áfram í öðru sæti deildarinnar með 30 stig og enn fjórum stigum á eftir toppliði Stjörnunni en liðin mætast í íþróttahúsi Vallaskóla föstudaginn 18. mars kl. 21:00.

---

Andri Már var markahæstur Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson.