Tvær stelpur í U18

Þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Kristrún Steinþórsdóttir hafa verið valdar í U18 ára landslið kvenna sem tekur þátt í opna Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Gautaborg dagana 2.-7. júlí n.k. Þjálfari liðsins er síðan Selfyssingurinn Inga Fríða Tryggvadóttir. Ísland er þar í riðli ásamt Ítalíu, Rúmeníu og Þýskalandi og er fyrsti leikur liðsins gegn Rúmeníu 2.júlí kl.11.00 að íslenskum tíma.

Markverðir
Berglind Sigurðardóttir, ÍBV
Hildur Gunnarsdóttir, Fram
Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir

Aðrir leikmen
Áróra Eir Pálsdóttir Haukar, Drífa Þorvaldsdóttir ÍBV, Elva Þóra Arnardóttir Fram, Eva Björk Davíðsdóttir Grótta, Fanný Hermundardóttir Strindheim, Hafdís Iura Fram, Hekla Rún Ámundadóttir Fram, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Selfoss, Kristín Helgadóttir Fram, Kristrún Steinþórsdóttir Selfoss, Lovísa Rós Jóhannsdóttir Grótta, Ragnheiður Ragnarsdóttir Haukar, Sigrún Jóhannsdóttir FH.