Tvöfaldur sigur hjá strákunum í 4. flokki

HSI
HSI

Fyrir rétt um hálfum mánuði léku drengir á eldra ári í 4. flokki til B-úrslita. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu eftir bráðabana í vítakastkeppni að loknum venjulegum leiktíma og tveimur framlengingum. Þeir eru gríðarlega vel að þessu komnir og hafa þeir tekið stórt stökk upp á við frá því á tímabilinu og er það árangur sem þeir eru að uppskera eftir mikla vinnu í allan vetur þar sem þeir hafa lagt gríðarlega hart að sér og eru því vel að B-Íslandsmeistaratitlinum komnir.

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki stóðu uppi sem Íslandsmeistarar eftir sigur á FH í úrslitaleik fyrir viku síðan. Leikurinn var gríðarlega jafn, en þessir drengir hafa mikla reynslu af úrslitaleikjum og nýttu sér það í síðari hálfleik og tóku öll völd á vellinum í lokin og stóðu því uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar. Þeir endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn aftur af FH ingum sem tóku hann í fyrra. Þessir drengir náði því að verða í 2. sæti í deildarkeppninni í vetur, stigi á eftir FH, urðu síðan bikarmeistarar og toppuðu svo frábært tímabil með Íslandsmeistaratitlinum. Þessir strákar æfa gríðarlega vel og það er lykillinn af öllum þessum árangri og framtíðin er svo sannarlega björt í handboltanum á Selfossi. Þess má geta að Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins, en hann skoraði 18 mörk.

---

Eldra ár í efri röð f.v. Gylfi Þór Ósvaldsson, Guðjón Baldur Ómarsson, Breki Þór Sveinsson, Leó Snær Róbertsson, Ari Sverrir Magnússon, Anton Breki Viktorsson, Stefán Blær Jóhannsson, Arnar Freyr Steinarsson og Matthías Bjarnason. Neðri röð f.v. Guðjón Örn Jóhannesson og Sveinn Kristinn Símonarson.

Yngra ár í efri röð f.v. Sverri Andrésson (aðstoðarþjálfari), Alexander Hrafnkelsson, Aron Emil Gunnarsson, Haukur Þrastarson, Þorsteinn Freyr Gunnarsson, Gunnar Flosi Grétarsson, Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson, Einar Kári Sigurðsson, Örn Þrastarson (þjálfari). Neðri röð f.v. Daníel Garðar Antonsson, Daníel Karl Gunnarsson, Haukur Páll Hallgrímsson, Fannar Ársælsson, Einar Ágúst Ingvarsson

Ljósmyndir: Umf. Selfoss

Handbolti - 4. fl. kk. eldra ár Handbolti - 4. fl. kk. yngri (1)