U-20 kvenna | Undankeppni HM í íþróttahúsinu Strandgötu

HSI
HSI

Íslensku stelpurnar í U-20 landsliðinu spila á heimavelli í þetta skiptið og mótherjarnir eru Austurríki, Hvíta Rússland og Ungverjaland. Það er ljóst að um erfiðan riðil er að ræða en tvö lið komast þó áfram á HM í Rússlandi sem fram fer í júlí.

Leikjaplan mótsins:

Föstudagur 18. mars
kl. 18.00     ÍSLAND - Hvíta Rússland
kl. 20.00     Ungverjaland - Austurríki

Laugardagur 19. mars
kl. 14.00     ÍSLAND - Ungverjaland
kl. 16.00     Austurríki - Hvíta Rússland

Sunnudagur 20. mars
kl.11.00      ÍSLAND - Austurríki
kl.13.00      Hvíta Rússland - Ungverjaland

Fjórir Selfyssingar eru í íslenska hópnum sem er skipaður stúlkum úr Olísdeild kvenna, flestar hafa reynslu af því að spila með yngri landsliðum Íslands auk þess sem nokkrar þeirra hafa verið í og kringum A landsliðshóp undanfarna mánuði. Það má því með sanni segja að framtíðar landsliðsmenn Íslands séu að spila í Strandgötunni um helgina.

Íslenski hópurinn:

Markmenn:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar
Hafdís Lilja Torfadóttir, FRAM
Katrín Magnúsdóttir, Selfoss

Aðrir leikmenn:
Birta Fönn Sveinsdóttir, KA/Þór
Brynhildur Kjartansdóttir, ÍR
Dagný Huld Birgisdóttir, UMFA
Díana Magnúsdóttir, ÍBV
Elena Birgisdóttir, Selfoss
Hulda Dagsdóttir, FRAM
Hulda Tryggvadóttir, KA/Þór
Hulda Þrastardóttir, Selfoss
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss
Ragnheiður Júlíusdóttir, FRAM
Sigrún Ása Ásgrímsdóttir, ÍR
Sólveig Lára Kristjánsdóttir, ÍR
Stefanía Teodórsdóttir, Stjarnan
Thea Iman Sturludóttir, Fylkir
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta
Þórhildur Braga Þórðardóttir, HK

Við hvetjum alla handboltaáhugamenn til að koma í Strandgötuna um helgina og styðja við stelpurnar okkar.