UMFÍ - 2017 Nýtt
UMFÍ stendur nú í þriðja sinn fyrir umræðupartýi ungs fólks og stjórnenda innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umræðupartýið fer fram í Egilshöll í Grafarvogi föstudaginn 2. febrúar frá 16:30-18:30.
Umræðuefni viðburðarins er ungt fólk - hvernig upplifir ungt fólk starf íþróttafélaga?
Ungt fólk á aldrinum 16-25 ára er sérstaklega hvatt til þess að mæta og deila sínum skoðunum. Stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga eru jafnframt hvattir til þátttöku til að hlusta á skoðanir ungmenna.
Léttar veitingar og keila í Keiluhöllinni í boði að loknum umræðum. UMFÍ styrkir ferðakostnað þátttakenda. Skráningafrestur er til 31. janúar 2018.
Styrkur frá Evrópu unga fólksins
Haustið 2016 hlaut UMFÍ styrk frá Evrópu unga fólksins (EUF) fyrir verkefninu. Tilgangur verkefnisins er að fá fólk saman, bæði þá sem stýra og stjórna innan ungmennafélagshreyfingarinnar og ungt fólk sem starfið er hugsað fyrir. Jafnframt hefur verkefnið það markmið að gefa ungu fólki tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri og hafa skoðun á því hvernig UMFÍ vinnur með verkefni sem hugsuð eru fyrir ungt fólk. Tveir viðburðir hafa nú þegar farið fram. Fjórði og síðasti viðburðurinn fer fram haustið 2018.