Á aðalfundi Umf. Selfoss, sem haldinn var 26. apríl sl., fékk mótokrossdeild afhenta viðurkenningu sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ. Deildin varð þar með áttunda og síðasta deildin innan Ungmennafélags Selfoss sem hlýtur þessa viðurkenningu.
Fimleikadeildin fékk fyrstu viðurkenninguna 2007. Síðan komu sunddeild, knattspyrnudeild og handknattleiksdeild 2008, taekwondodeild og frjálsíþróttadeild 2009 og svo júdódeild 2010. Þegar allar deildir félags eru orðnar Fyrirmyndardeildir hlýtur viðkomandi félag útnefningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Ungmennafélag Selfoss fékk afhenta viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ við upphaf héraðsmóts HSK í sundi 29. maí sl.
Efri mynd: Örn Guðnason, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, tekur við viðurkenningu til félagsins úr hendi Sigríðar Jónsdóttur úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Neðri mynd: Sigríður Runólfsdóttir, formaður sunddeildar, (til hægri) tekur við endurnýjun viðurkenningar sem sunddeild fékk afhent við sama tækifæri.