Upphitun fyrir ÍBV - Selfoss N1-deild kvenna

Á laugardaginn 9. febrúar heimsækja Selfoss stelpur eyjar og leika við heimastúlkur í ÍBV í N1-deild kvenna klukkan 13:30. Fyrirfram er um gífurlega erfitt verkefni, en ÍBV vann fyrri leik liðanna 15-29 eftir að staðan var einungis 12-15 í hálfleik.

ÍBV er með gífurlega vel mannað lið og er sem stendur 3 besta lið deildarinnar á eftir Val og Fram. Ekki hjálpar það til að heimavöllur ÍBV er gífurlega sterkur og hafa þær ekki ennþá tapað í 6 leikjum. Gert 1 jafntefli og unnið 5 leiki. Þetta eina jafntefli kom gegn Stjörnunni í fyrsta leik deildarinnar. ÍBV situr í 3 sæti með 19 stig.Það er Georgeta Grigore sem fer fyrir liðinu í markaskorun með 73 mörk í 14 leikjum. Næst markahæst er Guðbjörg Guðmannsdóttir með 59 mörk í 14 leikjum. Þriðja markahæst er svo Drífa Þorvaldsdóttir með 53 mörk í 14 leikjum. Í markinu stendur svo líklega besti markvörður N1-deildarinnar Florentina Stanciu. Hún hefur verið Selfoss liðinu erfið í gegnum tíðina. Varamarkvörður liðsins er svo Erla Rós Sigmarsdóttir.

Gengi ÍBV á tímabilinu: J-T-S-S-S-S-S-J-S-S-S-S

Selfoss liðið hefur engu að tapa í þessum leik. Þetta er einn af leikjunum sem fer bara í reynslubókina. Þær hafa þó sýnt það í vetur að þær geta vel strítt þessum stóru liðum. Í seinasta leik voru þær yfir gegn Val og í fyrri leik liðanna þá munaði einungis 3 mörkum í leikhléi. Hinsvegar hefur síðari hálfleikurinn oft verið liðinu erfitt.  Það er þó mjög skiljanlegt hjá jafn ungu liði og til dæmis Kristrún Steinþórsdóttir og Hrafnhildur Hanna ennþá í 3 flokki. Þannig leikjaálagið hefur verið mikið á þær. Liðinu vantar einnig aukna breidd til að geta haldið lengur í þessi lið. Liðið situr sem stendur í 9 sæti með 6 stig.Markahæst í Selfoss liðinu er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 59 mörk í 11 leikjum. En hún átti mjög góðan leik gegn Val og þarf liðið á jafn góðri framistöðu á laugardaginn. Carmen Palamariu er næst markahæst með 57 mörk í 13 leikjum.  Þriðja markahæst er svo Kristrún Steinþórsdóttir með 47 mörk í 14 leikjum. Hún spilaði einnig gífurlega vel gegn Val og kom oft á miklum krafti og átti Vals liðið erfitt með að stöðva hana. Liðið hefur sífellt verið að bæta varnarleikinn og byrjaðar að spila mjög skemmtilega 3-2-1 vörn sem lið eiga erfitt með að brjóta aftur. Óvíst er með þáttöku Tinnu Soffíu Traustadóttir, en hún leit alls ekki vel út eftir bikarleikinn vafinn um skothöndina og gat lítið beitt sér í leiknum. Það er þó vonandi að hún jafni sig fljótt enda liðinu gífurlega mikilvæg. Í markinu standa svo Áslaug Ýr Bragadóttir og Ásdís Björg Ingvarsdóttir.

Gengi Selfoss á tímabilinu: S-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-S-T-T

Það er vonandi að einhverjir Selfyssingar sjái sér fært að skreppa til Vestmanneyja í stutta heimsókn!

Áfram Selfoss!

N1 deild kvenna 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 15 14 0 1 491:309 182 28
2. Fram 15 13 0 2 444:290 154 26
3. ÍBV 14 9 1 4 368:309 59 19
4. Stjarnan 15 9 0 6 405:356 49 18
5. FH 14 9 0 5 353:350 3 18
6. HK 14 8 1 5 345:351 -6 17
7. Grótta 15 6 1 8 343:341 2 13
8. Haukar 14 4 0 10 318:372 -54 8
9. Selfoss 14 3 0 11 291:355 -64 6
10. Afturelding 15 2 1 12 281:411 -130 5
11. Fylkir 15 1 0 14 255:450 -195 2