Upphitun fyrir Selfoss - Fylkir í N1 deild kvenna

Selfoss fær Fylkir í heimsókn laugardaginn 16. febrúar klukkan 13:30. Þarna verður um töluverðan botnslag að ræða, en Selfoss situr í 9. sæti með 6 stig og Fylkir á botninum með 2 stig. Getur Selfoss því komið sér töluvert úr botnbaráttunni og á sama veg getur Fylkir galopnað þetta. Selfoss vann fyrri leik liðana í árbænum 21-27 eftir að staðan var 9-12 í hálfleik. Það ætti því að vera góð skemmtun í boði í þessum leik.

Fylkisliðið er byggt upp að mestu leiti af ungum Fylkisstelpum sem eru virkilega vel þjálfaðar af fyrrverandi leikmanni Selfoss Halldóri Stefáni Haraldssyni. Það er því mikil uppgangur í Árbænum og verið að byggja til framtíðar. Liðið hefur þó gengið illa undanfarið og hafa tapað tíu leikjum í röð. Eitthvað sem getur komið illa niður á ungu og óreyndu liði. Ingibjörg Karlsdóttir fer fremst í markaskorun fyrir Fylki með 42 mörk í 14 leikjum. Næst markahæst í liðinu er svo Hildur Björnsdóttir með 35 mörk í 13 leikjum. Þriðja markahæst í liðinu er Hildur Karen Jóhannsdóttir með 29 mörk í 15 leikjum. Hún er einnig eini útileikmaður Fylkis sem hefur spilað alla leiki liðsins í N1 deildinni. Í markinu standa svo þær Melkorka Mist Gunnarsdóttir og Emelía Dögg Sigmarsdóttir.

Gengi Fylkis á tímabilinu: T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-T-T-T-T-T

Selfossliðið hefur verið töluvert óstöðugt í vetur. Stundum ná þær góðum sigrum, aðra daga tapa þær naumt og inn á milli koma stórir skellir. Eins og í seinasta leik gegn ÍBV þegar þær töpuðu 31-17. Hinsvegar vantaði mikið í Selfossliðið þá en bæði Kristrún Steinþórsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir gátu ekki verið með vegna meiðsla. Það er þó vonandi að þær geti báðar spilað á laugardaginn. Sérstaklega fyrir Tinnu Soffíu þar sem hún er að spila gegn sínu fyrrverandi félagi, en hún ólst upp í Fylki. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er ennþá markahæst í Selfossliðinu með 64 mörk í 10 leikjum. Næst henni kemur Carmen Palamariu með 62 mörk í 14 leikjum. Það munar því ekki miklu á þeim tveimur í markaskorun. Gaman hefur verið að sjá Þuríði Guðjónsdóttir spila í vetur, en hún er einungis fædd 1996 og hefur bætt sig með hverjum leik og skilar orðið mikilvægum mínútum fyrir liðið. Hún hefur skorað 37 mörk í 13 leikjum. Í markinu verða svo þær Áslaug Ýr Bragadóttir og Ásdís Ingvarsdóttir.

Gengi Selfoss á tímabilinu: S-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-S-T-T-T

Áfram Selfoss

N1 deild kvenna 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 16 15 0 1 528:325 203 30
2. Fram 16 14 0 2 480:316 164 28
3. ÍBV 15 10 1 4 399:326 73 21
4. Stjarnan 16 10 0 6 430:380 50 20
5. HK 15 9 1 5 372:376 -4 19
6. FH 15 9 0 6 378:377 1 18
7. Grótta 16 6 1 9 369:377 -8 13
8. Haukar 15 4 0 11 342:397 -55 8
9. Selfoss 15 3 0 12 308:386 -78 6
10. Afturelding 16 2 1 13 297:448 -151 5
11. Fylkir 15 1 0 14 255:450 -195 2