Upphitun fyrir Selfoss - ÍBV 1.deild karla

Á þriðjudagskvöldið 19. febrúar klukkan 18:00 taka heimamenn í Selfoss á móti ÍBV í leik umferðarinnar. Miðað við tvo seinustu leiki liðanna þá er von á hörku leik. Selfoss vann bikarleikinn á miðvikudaginn 27-23 og ÍBV vann svo deildarleikinn á laugardaginn 26-25. Eins ótrúlega og það hljómar er þetta þriðji leikur liðanna á innan við viku. Liðin þekkja því hvort annað nokkuð vel nú orðið.

ÍBV stefnir hraðbyri á öruggt sæti í N1-deildinni á næsta ári. Lið þeirra er vel mannað og er mikla reynslu í hópnum. Liðið hefur núna verið taplaust í seinustu 12 leikjum, gert eitt jafntefli og sigrað 11 leiki. ÍBV situr á toppnum með 24 stig. Ef Selfoss ætlar sér sigur í þessum leik þá þarf að stöðva Nemanja Malovic sem skoraði 17 mörk í seinasta leik. Hann er núna markahæstur í 1. deildinni með 106 mörk í 14 leikjum. Næst markahæstur er Andri Heimir Friðriksson með 67 mörk í 14 leikjum. Þriðj markahæsti er svo vinstri hornamaðruinn Grétar Þór Eyþórsson með 66 mörk í 13 leikjum. Í markinu standa svo þeir félagar Kolbeinn Aron Ingibjargarson og Haukur Jónsson

Gengi ÍBV á tímabilinu: J-T-S-S-S-S-S-J-S-S-S-S-S-S

Selfoss tapaði fyrsta leiknum sínum eftir áramót á laugardag og þvi er liðið staðráðið í að ná fram hefndum, enda löngu kominn tími til að gera Vallaskóla að því vígi sem það á að vera. Liðið spilaði alls ekki illa á laugardaginn, sóknarleikurinn gekk þokkalega lengst af. Hins vegar náði liðið ekki upp sömu markvörslu og það vill sjá. Liðið situr í 4. sæti með 16 stig, einungis 2 stigum á undan Gróttu sem er í 5. sætinu. Einnig hjálpaði ekki að vörninvar ekki jafn grimm og á miðvikudaginn. Ef þessir tveir hlutir nást á morgun þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Einar Sverrisson er í markakeppni við Nemanja og þarf aðeins að bæta í. Einar er kominn með 92 mörk í 14 leikjum. Næst kemur svo Matthías Örn Halldórsson með 64 mörk í 14 leikjum. Þriðju markahæstu eru svo hornamenn liðsins Hörður Gunnar Bjarnarson og Einar Pétur Pétursson, báðir með 53 mörk í 14 leikjum. Þeir félagar í markinu Helgi Hlynsson og Sverrir Andrésson eru staðráðnir í að verja fleiri skot á morgun og eiga betri leik.

Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S-S-T

Því miður verða bæði meistaraflokkslið Selfoss að spila á sama tíma á þriðjudaginn. Stelpurnar heimsækja Val kl. 19:30 á Hlíðarenda. Það er þó vonandi að fólk sjái sér fært að mæta þar sem það getur.

Áfram Selfoss!

1.deild karla 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. ÍBV 14 11 2 1 434:319 115 24
2. Víkingur 14 10 1 3 369:297 72 21
3. Stjarnan 14 9 3 2 411:326 85 21
4. Selfoss 14 8 0 6 376:346 30 16
5. Grótta 14 7 0 7 379:366 13 14
6. Fjölnir 14 3 1 10 324:408 -84 7
7. Þróttur 14 3 0 11 322:425 -103 6
8. Fylkir 14 1 1 12 312:440 -128 3