Á föstudagskvöldið 1 mars tekur Selfoss á móti Þrótti í íþróttahúsinu við Sólvelli klukkan 19:30. Selfoss hefur unnið báðar viðureignirnar gegn Þrótti í vetur. Fyrsta í Lugardalshöllinni 19-35 og á heimavelli 35-23.
Þróttur hefur á að skipa skemmtilegu liði sem hefur komið ágætlega á óvart í vetur. Þó sérstaklega sigur þeirra á Stjörnunni 24-22. Það má því ekki vanmeta liðið því að þeir geta svo sannarlega refsað manni þá. Þróttur situr þó í 7 sæti með 6 stig. Aron Heiðar Guðmundsson er langmarkahæstur í þrótti með 83 mörk í 16 leikjum. Næst markahæstur í liðinu er Styrmir Sigurðarson með 35 mörk í 16 leikjum. Þriðji markahæstur er Leifur Jóhannesson sem kom frá HK í janúar og lék með ÍBV á síðasta tímabili. Hann er með 33 mörk í einungis 5 leikjum. Markverðir liðsins eru svo Einar Þór Gunnlaugsson og Viktor Alex Ragnarsson.
Gengi Þróttar á tímabilinu: T-S-S-T-T-T-T-T-T-T-T-T-T-S-T-T
Selfoss er í hörkubaráttu um 4 sætið í deildinni við Gróttu. En þeir eiga erfiðan leik sama kvöld gegn Stjörnunni. Selfoss situr í augnablikinu í 4 sæti með 19 stig. Liðið þarf að einbeita sér að þessum leik og gleyma undanúrslitunum í bikarnum þangað til eftir leikinn. Það er búið að vera gífurlegt mikið álag á liðinu undanfarnar 4 vikum. En þetta er 8 leikurinn á þeim tíma, sem þýðir að Liðið hefur spilað 2 leiki á viku síðasta mánuðinn. Svo hafa nánast allir þessir leikir verið jafnir og hörkuleikir. Liðið þarf því að mæta rétt stemmt til leiks og byrja leikina frá fyrstu mínútu, ekki 10 mínútu. Einar Sverrisson fer fyrir Selfoss liðinu með 111 mörk í 17 leikjum. Matthías Örn Halldórsson er næstur með 73 mörk í 16 leikjum. Vinstri hornamaðurinn Einar Pétur Pétursson er þriðji markahæstur með 64 mörk í 16 leikjum. Það hefur svo verið gaman að sjá Sigurð Má Guðmunsson spila undanfarnar vikur. Drengurinn var mikið efni á sínum tíma fyrir erfið meiðsli og greinilegt að hann hefur litlu gleymt. Markvarslan er svo í góðum höndum hjá þeim Sverri Andréssyni og Helga Hlynssyni.
Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S-S-T-J-T-S
Minnum á að það verður forsala á undanúrslitaleik Selfoss og ÍR í Símabikarnum, sem fram fer þann 8. mars klukkan 17:15. Miðaverð er 1000 kr fyrir 13 ára og eldri. Einnig verður sala í sætaferðir með Guðmundi Tyrfingssyni en miðaverð í þær er einnig 1000 kr. Mikilvægt er að stuðningsmenn kaupi miðann af handknattleiksdeild Selfoss og styrki þannig deildina.
Einnig verða til sölu sérstakir VIP miðar á 10 þúsund krónur. Þar er verið að tala um fordrykk fyrir leik, sæti í VIP stúku, veitingar í hálfleik og mat eftir leik. Sérlega glæsilegt það og vonandi að fólk nýti sér þetta góða tilboð.
Áfram Selfoss!
1.deild karla 2013
|
Meistaraflokkur |
Nr. |
Félag |
Leik |
U |
J |
T |
Mörk |
Nett |
Stig |
1. |
ÍBV |
16 |
12 |
3 |
1 |
499:364 |
135 |
27 |
2. |
Víkingur |
16 |
12 |
1 |
3 |
427:346 |
81 |
25 |
3. |
Stjarnan |
16 |
11 |
3 |
2 |
476:368 |
108 |
25 |
4. |
Selfoss |
17 |
9 |
1 |
7 |
457:416 |
41 |
19 |
5. |
Grótta |
16 |
9 |
0 |
7 |
438:413 |
25 |
18 |
6. |
Fjölnir |
17 |
3 |
1 |
13 |
382:514 |
-132 |
7 |
7. |
Þróttur |
16 |
3 |
0 |
13 |
377:490 |
-113 |
6 |
8. |
Fylkir |
16 |
1 |
1 |
14 |
352:497 |
-145 |
3 |
|