Á föstudagskvöldið 22. febrúar klukkan 19:30 kíkir Selfoss í Víkina og leikur vð heimamenn í Víking. Selfoss vann fyrri leik liðana í Víkinni 23-25. Hinsvegar hefndi Víkingur illa fyrir það tap með 15- 33 sigri á Selfossi. Þessi leikur gæti orðið mjög mikilvægur í lok tímabilsins þar sem að lið sem sigrar mun standa betur að vígi í innbyrgðisviðureignunum.
Víkingur hefur gengið vel í undanförnum leikjum og unnið 5 í röð. Þeir ætla sér að ná ÍBV í toppbaráttunni og því erfitt verkefni sem býður þeim á næstu vikum.Þeir sitja í 2 sæti með 23 stig. Í liðinu eru núna tveir Selfyssingar Atli Hjörvar Einarsson sem hefur skorað 66 mörk í 15 leikjum og Andri Hrafn Hallsson sem er á láni frá Aftureldingu. Hann hefur leikið 2 leiki og skorað 5 mörk. Í janúar hléinu yfirgaf Sebastian Popovic Alexandersson liðið og gekk í raðið ÍR. Akureyringurinn Hlynur Elmar Matthíasson hefur farið mikið í Víkings liðinu og skorað 62 mörk í 15 leikjum. Í markinu hjá Víking eru svo þeir félagar Halldór Rúnarsson og Þorgils Orri Jónsson
Gengi Víkings á tímabilinu: S-S-S-T-J-S-S-S-T-T-S-S-S-S-S
Selfoss er byrjað að fjarlægast efstu 3 sætin fullmikið og eru núna 6 stig í 2-3 sætið. En með sigri á föstudaginn getur Selfoss minkað munin á Víking í 4 stig. Ef liðið tapar þó, þá mun liðið líklega ekki færast ofar en 4 sætið. Einnig verður liðið komið í hörku keppni um þetta 4 sæti við Gróttu. Liðið átti ekki sinn besta leik á þriðjudaginn. Hvort þreytumerki voru á liðinu eða liðin þekktu bara orðið svona vel inn á hvort annað er erfitt að svara. Það er þó nauðsynlegt að fá eitthvað úr þessum leik við Víking. Einar Sverrisson hefur farið fyrir liðinu á tímabilinu með 96 mörk í 15 leikjum. Hann hefur þó verið að spila undir getu og þarf liðið nauðsynlega á honum í næstu leikjum. Sama má segja um Matthías Örn Halldórsson sem átti sinn versta leik á tímabilinu í síðasta leik. Hann er algjör burðarás í þessu liði og má liðið ekki við öðrum svona leik. Hann hefur skorað 64 mörk í 15 leikjum. Það er hinsvegar Hörður Másson sem hefur verið skemmtilegast að horfa á spila í undanförnum leikjum. Hann hefur raðað inn hverju markinu á fætur öðru og spilað góða vörn. Hann hefur skorað 31 mark í 8 leikjum. Einar Pétur Pétursson hefur verið mikilvægur í vetur og stelur oft boltanum á góðum tímapunktum. Hann hefur skorað 57 mörk í 15 leikjum. Fyriliði liðsins Hörður Gunnar Bjarnarsson hefur ennig verið mikilvægur með 55 mörk í 15 leikjum og stendur ávallt fyrir sínu. Markverðir liðsins Sverrir Andrésson og Helgi Hlynsson hafa ekki oft átt báðir 2 slaka leiki í röð. Þeir eru því staðráðnir í að sýna hvað þeir geta. Enda oft munurinn á sigri og tapi er markvarslan og vörn.
Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S-S-T-J
Núna verða Selfyssingar að styðja liðið í hverjum einasta leik sem eftir er. Liðið mun tryggja sér sæti í umspilinu um sæti í N1-deildinni á næsta ári með ykkar stuðningi.
Áfram Selfoss!
1.deild karla 2013
|
Meistaraflokkur |
Nr. |
Félag |
Leik |
U |
J |
T |
Mörk |
Nett |
Stig |
1. |
ÍBV |
15 |
11 |
3 |
1 |
459:344 |
115 |
25 |
2. |
Víkingur |
15 |
11 |
1 |
3 |
400:323 |
77 |
23 |
3. |
Stjarnan |
15 |
10 |
3 |
2 |
444:346 |
98 |
23 |
4. |
Selfoss |
15 |
8 |
1 |
6 |
401:371 |
30 |
17 |
5. |
Grótta |
15 |
8 |
0 |
7 |
404:384 |
20 |
16 |
6. |
Fjölnir |
15 |
3 |
1 |
11 |
344:441 |
-97 |
7 |
7. |
Þróttur |
15 |
3 |
0 |
12 |
348:456 |
-108 |
6 |
8. |
Fylkir |
15 |
1 |
1 |
13 |
330:465 |
-135 |
3 |
|