Á laugardaginn 16. febrúar leikur Selfoss gegn ÍBV í Vestmanneyjum klukkan 13:30. ÍBV vann góðan sigur 26-32 í fyrri leik liðana í deildinni, en Selfoss hefndi fyrir það tap á miðvikudaginn í bikarnum 27-23. Það verður því mikið undir á laugardaginn eins og ávallt í viðureignum þessara liða.
ÍBV er á frábærri siglingu í 1.deildinni og eru efstir með 22 stig. Þeir hafa ekki tapað í seinustu 11 leikjum, gert eitt jafntefli og sigrað tíu leiki. Það er þó hægt að vinna þetta lið eins og Selfoss sýndi á miðvikudagskvöldið. Markahæsti leikmaður ÍBV er Nemanja Malovic sem er með 89 mörk í 13 leikjum. Næst koma Grétar Þór Eyþórsson og Andri Heimir Friðriksson báðir með 65 mörk í 13 leikjum. Í liðinu leikur svo eins og flestir Selfyssingar vita Guðni Ingvarsson sem lék lengi hér við góðan orðstír. Í markinu standa svo Kolbeinn Aron Ingibjargarson og Haukur Jónsson.
Gengi ÍBV á tímabilinu: J-T-S-S-S-S-S-J-S-S-S-S-S
Selfoss liðið er taplaust eftir áramót 2 sigrar í deild og einn í bikar. Það er því komið gott sjálfstraust í hópinn og stemingin góð. Liðið þarf þó að ná sér fljótt niður eftir leikinn á miðvikudagskvöldið. Nú er bara næsta verkefni og ÍBV á útivelli gerist varla erfiðara. Ef liðið spilar sama varnarleik og í undanförnum leikjum og fær upp markvörsluna. Þá eru ávallt góðar líkur á góðum úrslitum. Það kemur líklega engum á óvart að Einar Sverisson sé ennþá markahæsti leikmaður liðsins með 88 mörk í 13 leikjum. Næst kemur svo stórskyttan vinstra megin Matthías Örn Halldórsson sem hefur skorað 59 mörk í 13 leikjum. En líklega óvæntasta framkoma leikmanns undanfarið er breyting á Herði Mássyni sem hefur farið mikið í bæði markaskorun og varnarleik Selfoss undanfarið. Hann hefur svo sannarlega hjálpað liðinu síðan hann kom og mikill fengur í honum. Sama má segja um Gústaf Lilliendahl sem því miður fær ekki að upplifa bikarævintýri Selfoss inn á vellinum. Hann hefur verið að koma með mikla stemmingu með sér og grimmd bæði í vörn og sókn. Liðið er svo líklega með eitt besta markvarðarpar á Íslandi en þeir Helgi Hlynsson og Sverrir Andrésson þurfa að eiga góða daga núna á lokasprettinum í deildinni. Þeir voru báðir með um 50% markvörslu gegn ÍBV á miðvikudagskvöldið. Virkilega gaman að sjá þá félaga bakka hvorn annan vel upp.
Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S-S
Það er ennþá svolítil óvissa hvernig 3 umferðin raðast upp.Vitað er að næsti leikur Selfoss verður á þriðjudaginn næsta gegn annað hvort ÍBV eða Stjörnunni á heimavelli. Þannig staðan er sú ef Selfoss vinnur á laugardaginn þá mætum við stjörnunni, en annars líklega ÍBV í 3 leikinn í röð.
Áfram Selfoss!
1.deild karla 2013
|
Meistaraflokkur |
Nr. |
Félag |
Leik |
U |
J |
T |
Mörk |
Nett |
Stig |
1. |
ÍBV |
13 |
10 |
2 |
1 |
408:294 |
114 |
22 |
2. |
Stjarnan |
13 |
9 |
3 |
1 |
389:302 |
87 |
21 |
3. |
Víkingur |
13 |
9 |
1 |
3 |
342:278 |
64 |
19 |
4. |
Selfoss |
13 |
8 |
0 |
5 |
351:320 |
31 |
16 |
5. |
Grótta |
13 |
6 |
0 |
7 |
352:341 |
11 |
12 |
6. |
Fjölnir |
13 |
3 |
1 |
9 |
305:381 |
-76 |
7 |
7. |
Þróttur |
13 |
2 |
0 |
11 |
298:403 |
-105 |
4 |
8. |
Fylkir |
13 |
1 |
1 |
11 |
287:413 |
-126 |
3 |
|
|