fimleikar_6716
Um síðustu helgi fór fram í Iðu Þorramót í hópfimleikum. Þorramót hefur verið haldið á Selfossi í nokkur ár og eru orðin fastur liður í starfi fimleikadeildarinnar. Mótið er fyrir yngri kynslóðina sem er að stíga sín fyrstu spor í keppni og þá sem eru aðeins eldri og eru að safna reynslu. Alls tóku 13 lið frá 5 félögum þátt á mótinu sem fór vel fram í alla staði. Í flokki barna fædd 2003–2005 fengu allir þátttakendur viðurkenningu fyrir sitt sterk-asta áhald. Í flokki barna fædd 2002 og eldri voru veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Úrslit urðu þau að Selfoss 5 varð í 1. sæti með 18,95 stig, Keflavík 1 í öðru sæti með 17,05 stig og Keflavík 2 í 3. sæti með 16,1 stig.
Næsta mót verður Íslandsmót unglinga en það verður haldið hjá Stjörnunni í Garðabæ 1.–3. mars nk. Selfoss sendir þangað 13 lið til keppni í fimm mismunandi flokkum. Búast má við skemmtilegri og spennandi keppni, en unglingamótið er jafnframt hluti af deildarkeppni FSÍ.
-ob/ög