hsk_rgb
Seinni umsóknarfrestur í Verkefnasjóð HSK fyrir árið 2017 er til 1. október. Aðilar, sem ætla að sækja um styrk úr Verkefnasjóði HSK í ár, verða að sækja um rafrænt á þar til gerðu umsóknareyðublaði á heimasíðu HSK fyrir 1. október nk.Á héraðsþingi HSK í mars sl. var reglugerð Verkefnasjóðs HSK breytt og framvegis verður úthlutað tvisvar á ári úr sjóðnum.
Tilgangur Verkefnasjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf á sambandssvæði HSK, en sjóðurinn veitir ekki styrki til mannvirkjagerðar. Að öðru leyti fer úthlutun úr sjóðnum eftir mati stjórnar sjóðsins.Eingöngu stjórnir aðildarfélaga HSK, deildir aðildarfélaga, sérráð sambandsins og starfsnefndir Skarphéðins geta sótt um styrk úr sjóðnum.Ef félög og nefndir ætla að sækja um styrk úr sjóðnum til fleiri en eins verkefnis þarf að senda sér umsókn fyrir hvert verkefni fyrir sig. Reglugerð um Verkefnasjóðinn má finna á vefsíðu HSK. Nánari upplýsingar veitir Engilbert í síma 482 1189 og hsk@hsk.is.