Svavar Berg Jóhannsson
Selfyssingar bitu svo sannarlega í skjaldarrendur Víkinga á Selfossvelli í gær. Þegar upp var staðið höfðu Selfyssingar komið boltanum sex sinnum í mark Víkinga með löglegum hætti auk þess að misnota vítaspyrnu á upphafsmínútum leiksins. Á sama tíma sáu Víkingar vart til sólar þrátt fyrir blíðuna á vellinum og náðu einungis að skora eitt mark úr afar mjúkri vítaspyrnu.
Selfyssingar sem mættu á völlinn hafa vart orðið vitni að betri spilamennsku þar sem hver einn og einasti leikmaður lagði sig fram í fingurgóma.
Lesa má afar góða umfjöllun Gumma Kalla um leikinn á sunnlenska.is.