getraunir-bergur-og-pall-dagur
Síðastliðinn laugardag voru afhent verðlaun fyrir vor- og haustleik í Selfoss getraunum 2016 ásamt því að boðið var upp á dýrindis Selfossköku frá Guðnabakaríi.
Það var hópurinn BP með þá feðga Berg Pálsson og Páll Dagur sem varði titilinn eftir æsispennandi keppni við Heitu sporana Bárð Guðmundarson og Kristinn M. Bárðarson.
Nýr hópleikur, vorleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 28. janúar. Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá, Engjavegi 50 (gengið inn um austurenda), þar sem er opið hús frá kl. 11-13 alla laugardaga í vetur.
Einnig er hægt að skrá sig í hópleikinn á slóðinni www.tippleikur.is. Þátttökugjald er kr. 7.000 fyrir hópinn (tveir saman í hópi) og verða glæsilegir vinningar fyrir sigurvegara leiksins.
Styrkjum félagstengslin og mætum í Tíbrá á laugardagsmorgnum. Þar er alltaf heitt á könnunni og bakkelsi á boðstólum frá Guðnabakaríi. Að sjálfsögðu er enski boltinn í beinni á skjánum.
Láttu vini þína, félaga og fjölskyldu vita og hvettu alla til að mæta með okkur.
Við hlökkum til að sjá þig.
Myndatexti:
F.v. Páll Dagur, Bergur og Gissur Jónsson einn umsjónarmanna Selfoss getrauna.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Bárður Guðmundarson.