Fimmtudaginn 19. desember sl. var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar. Aðalvinningurinn, sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 0658. Það var Fanney Frigg Sigurðardóttir iðkandi í 7. flokki kvenna sem seldi sigurmiðan í ár. Fanney Frigg mætti í Árvirkjan með Sigurði Reyni föður sínum að vitja vinningsins fyrir frænku sína sem keypti miðan til styrktar Fanneyju.
Á myndinni eru Fanney Frigg og Sigurður Reynir (fyrir miðju) ásamt Hauki Guðmundssyni (t.v) og Guðjóni Guðmundssyni (t.h) eigendum Árvirkjans.