70 ÁRA AFMÆLISTREYJA

Leikmenn meistaraflokka karla og kvenna munu leika í nýjum búningum í sumar í tilefni 70 ára afmælis knattspyrnudeildar Selfoss.
Afmælistreyjan sækir innblástur í þónokkra búninga sem liðin hafa leikið í frá stofnun félagsins. Merki Selfoss sem prýðir afmælisútgáfuna var teiknað af Birni Inga Gíslasyni, heiðursformanni knattspyrnudeildar en það fór fyrst á treyjur félagsins árið 1966.
Við erum stolt af fortíðinni og horfum um leið fram á veginn með björtum augum.
Selfoss