Anna Metta Íslandsmeistari í 5km hlaupi

Anna Metta Óskarsdóttir með verðlaunin fyrir 5km hlaupið
Anna Metta Óskarsdóttir með verðlaunin fyrir 5km hlaupið

Hið víðfræga ÍR hlaup fór fram samkvæmt venju á Sumardeginum fyrsta þann 24.apríl síðastliðinn.  Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi fór fram samhliða hlaupinu. Anna Metta Óskarsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 5 km hlaupi í flokki 15-17 ára þegar hún  hljóp á tímanum 23:30 mín og varð rúmri mínútu á undan stúlkunni sem varð í öðru sæti.  Anna Metta er mjög fjölhæf en þrístökk er hennar sterkasta grein þar sem hún setti Íslandsmet í 15 ára flokki á innanhússtímabilinu.