Anna Metta sexfaldur landsmótsmeistari á ULM

Anna Metta Óskarsdóttir varð sexfaldur meistari
Anna Metta Óskarsdóttir varð sexfaldur meistari

Glæsilegt Unglingalandsmót var haldið dagana 2.-4.ágúst í Borgarnesi. Frjálsíþróttadeild Selfoss átti frábæra fultrúa í frjálsíþróttahluta mótsins sem sópuðu til sín verðlaunum. Anna Metta Óskarsdóttir (14 ára) vann það einstaka afrek að verða sexfaldur landsmótsmeistari og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson (16-17 ára) náði þeim glæsilega árangri að verða fjórfaldur landsmótsmeistari. Alls unnu keppendur frjálsíþróttadeildarinnar til 24 landsmótstitla. Eitt mótsmet var bætt en þar var að verki Magnús Tryggvi Birgisson sem stórbætti mótsmetið í kringlukasti 13 ára um tæpa 7m er hann kastaði kringlunni 36,43m.

11 ára flokkur: Andri Már Óskarsson varð landsmótsmeistari bæði í langstökki er hann stökk 4,16m og í 4x100m boðhlaupi á tímanum 1:05,82 m. Hann hljóp til silfurverðlauna í 600m hlaupi á tímanum 2:02,99 m og landaði bronsverðlaunum í 60m hlaupi á tímanum 10,16 s. Hilmir Dreki Guðmundsson varð tvöfaldur landsmótsmeistari, hann sigraði kúluvarpið er hann varpaði kúlunni 8,37m og hann var í sigursveitinni í 4x100m boðhlaupi á tímanum 1:05,82 m.

13 ára flokkur: Magnús Tryggvi Birgisson varð landsmótsmeistari á nýju mótsmeti er hann þeytti kringlunni 36,43m og hann vann til silfurverðlauna í spjótkasti með 30,05m löngu kasti. Ásta Kristín Ólafsdóttir varð landsmótsmeistari í spjótkasti er hún kastaði spjótinu 34,93m. Hún hlaut einnig tvenn silfurverðlaun, í kringlukasti með 25,95m og í kúluvarpi með 10,81m.

14 ára flokkur: Anna Metta Óskarsdóttir náði þeim stórkostlega árangri að verða sexfaldur landsmótsmeistari,. Hún sigraði 100m hlaup á tímanum 14,11s og 800m hlaup á tímanum 2:53;70m. Hún var í sigursveitinni í 4x100m boðhlaupi sem kom í mark á timanum 55,07s og kringlunni þeytti hún lengst allra er hún sveif 28,38m. Hún sigraði síðan að lokum bæði í hástökki og langstökki er hún vippaði sér yfir 1,57m í hástökki og sveif 5,09m í langstökkinu. Adda Sóley Sæland varð tvöfaldur landsmótsmeistari, bæði í spjótkasti með 31,59m og í 4x100m boðhlaupi á tímanum 55,07s. Hún vann til silfurverðlauna í kringlukasti með 28,36m langt kast og í kúluvarpi hlaut hún bronsverðlaun er hún varpaði kúlunni 8,77m.

15 ára flokkur: Arndís Eva Vigfúsdóttir varð tvöfaldur landsmótsmeistari. Hún sigraði í kúluvarpi er hún varpaði kúlunni 11,05 og í 4x100m boðhlaupi á tímanum 54,07s. Hún kastaði síðan kringlunni til bronsverðlauna er hún þeytti henni 36,22m. Bryndís Embla Einarsdóttir varð landsmótsmeistari í spjótkasti með 41,57m. Hún vann einnig til tvennra silfurverðlauna, í kringlukasti með 36,30m löngu kasti og í kúluvarpi er hún varpaði henni 10,69m.

16-17 ára flokkur: Hjálmar Vilhelm Rúnarsson varð fjórfaldur Landsmótsmeistari. Hann sigraði allar kastgreinarnar. Spjótinu kastaði hann 55,15m, kringlunni kastaði hann 42,70m og kúlunni varpaði hann 14,08m. Hann var einnig í sigursveitinni í 4x100m boðhlaupi sem hljóp á tímanum 47,69s og að lokum hljóp hann til silfurverðlauna í 100m hlaupi er hann kom í mark á tímanum 12,20s. Vésteinn Loftsson varð landsmótsmeistari í 4x100m boðhlaupi á tímanum 47,69s og hann vann til bronsverðlauna í spjótkasti er hann kastaði því 33,54m. Kristján Kári Ólafsson vann til silfurverðlauna í kringlukasti er hann kastaði henni 29,52m. Hugrún Birna Hjaltadóttir varð landsmótsmeistari í 4x100m boðhlaupi á tímanum 54,07s. Hún vann til silfurverðlauna í langstökki er hún stökk 4,80m og í 800m hlaupi kom hún þriðja í mark á timanum 2:41,31 mín. Arna Hrönn Grétarsdóttir varð landsmótsmeistari í hástökki er hún vippaði sér yfir 1.52m.

Magnús Tryggvi efstur á palli í kringlukasti með glæsilegt nýtt mótsmet og landsmótsmeistaratitil

Hjálmar Vilhelm sem hér er á efsta þrepi varð fjórfaldur Landsmótsmeistari