Bikarlið HSK 15 ára og yngri
Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram í Kaplakrika þann 17. mars. HSK sendi bæði A og B kvennalið til keppninnar og A karlalið. A Lið HSK endaði í 5. sæti heildarstigakeppninnar en það var lið ÍR sem sigraði bikarkeppnina. A kvennaliðið endaði í 2. sæti en B liðið í 9. sæti. A karlaliðið lenti í í 8. sæti.
Helga Fjóla Erlendsdóttir varð tvöfaldur bikarmeistari. Hún sigraði í 60 m grindahlaupi á tímanum 9,35 sek og hún stökk hæst allra í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1.61 m.
Bryndís Embla Einarsdóttir varð bikarmeistari í kúluvarpi er hún varpaði kúlunni 11,13 m.
Anna Metta Óskarsdóttir fékk tvenn silfurverðlaun. Í 60 m hlaupi bætti hún sinn besta árangur þegar hún kom í mark á timanum 8,39 sek og í langstökki stökk hún 4,74 m.
Bryndís Halla Ólafsdóttir hljóp 1.500 m á tímanum 5:36,86 mín og vann til silfurverðlauna og boðhlaupssveit HSK/Selfoss vann til bronsverðlauna í 4x200 m boðhlaupi er þær hlupu á tímanum 1:54,15 mín. Sveitina skipuðu þær Anna Metta, Helga Fjóla , Arndis Eva Vigfúsdóttir og Adda Sóley Sæland.
Fjölmargir voru að bæta sinn besta árangur og stóðu sig mjög vel þrátt fyrir að ná ekki á verðlaunapallinn. Magnús Tryggvi Birgisson bætti sinn besta árangur í 60 m hlaupi er hann kom í mark á tímanum 8,91 sek. Hróbjartur Vigfússon bætti sinn besta árangur í 300 m hlaupi er hann hljóp á tímanum 59,37 sek. Eðvar Eggert Heiðarsson hljóp 60 m grind á timanum 11,77 sek og bætti sinn besta árangur. Kári Sigurbjörn Tómasson bætti sinn besta árangur í hástökki um 9 cm er hann vippaði sér yfir 1.40 m og Björgvin Guðni Sigurðsson bætti sinn besta árangur í kúluvarpi.