Borðtennisæfingar veturinn 2023-2024.

Skráning er hafin á borðtennisæfingar í vetur.
 
Æfingatímar:
Æfingar í íþróttahúsi Vallaskóla
Þriðjudagar klukkan 14:45 - 15:45
Fimmtudagar klukkan 17:00-18:00
 
Þjálfarar:
Stefán Birnir Sverrisson stefan.sverrisson@gmail.com Sími: 6129566
Fanney Björk Ólafsdóttir fanneybjork91@gmail.com Sími: 8405219
Ruben Illera Lopez rubenillera@hotmail.com
 
Boðið er uppá að mæta á prufuæfingar til að sjá hvernig iðkanda líkarm áður en gengið er frá fullri skráningu.
 
Um deildina:

Borðtennisæfingar hófust á Selfossi nokkrum vikum fyrir COVID fyrir tilstuðlan áhugasamra nemenda í Sunnulækjarskóla. Æfingar voru lengst af haldnar í matsalnum í Sunnulækjarskóla en nú eru æfingar í Íþróttahúsinu í Vallaskóla og er spilað á allt að 9 borðtennisborðum í einu.

Borðtennismót eru haldin að jafnaði tvisvar til þrisvar í mánuði yfir vetrartímann, í Reykjavík,Hvolsvelli, Laugalandi og víðar. Margir iðkendur frá Selfossi hafa sótt þessi mót og náð góðum árangri og skemmt sér vel. Borðtennisdeild Selfoss hélt borðtennismót á Unglingalandsmótinu 2022 sem haldið var á Selfossi þar sem um 50 iðkendur kepptu.

Borðtennisæfingar eru skipulagðar á þann hátt að í byrjun er upphitun í 3-5 mínútur. Síðan eruteknar fyrir mismunandi tækniæfingar í um 30 mínútur og seinustu 20 mínúturnar er svo spilað við andstæðinga. Fyrir byrjendur er lögð áhersla á léttari æfingar og oft frjálsan leik hluta af æfingunni. Velkomið er að koma í prufutíma í borðtennis. Við erum með lánsspaða og nóg af kúlum.

Æfingagjöld:
 
Fréttir:
 
Skráning í borðtennis fyrir veturinn 2023-2024 er hafin í SPORTABLER APPINU.
 
Æfingar hefjast 29. ágúst.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi skráningu þessa þá vinsamlegast sendið tölvupóst á stefan.sverrisson@gmail.com eða aðra borðtennisþjálfara UMFS