5. flokkur yngra ár 2014
Íslandsmótinu í handbolta hjá yngra árí í 5. flokki karla lauk í byrjun maí.
Selfoss 1 varð Íslandsmeistari en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla leiki vetrarins, tuttugu talsins. Þeir léku úrslitaleikinn um titilinn við FH á lokamóti vetrarins á Ísafirði og unnu með þremur mörkum eftir hörkueik. Barátta og liðsheild hefur einkennt liðið í vetur. Mikil framför hefur átt sér stað í hópnum í vetur og hefur verið gríðarlega gaman að fylgjast með þessum drengjum vaxa og dafna allt tímabilið. Framtíðin er björt hjá þessum strákum.
Selfoss 2 tapaði öllum leikjunum sínum í 2. deild en þeir lentu í erfiðum meiðslum ásamt því að það vantaði leikmenn sem komust ekki með á lokamótið á Ísafirði. Þeir stóðu sig samt sem áður mjög vel og kepptu nokkra hörkuleiki sem töpuðust naumt á lokametrunum.
Selfoss 3 komst í fyrsta skipti upp úr 3. deild á síðasta móti svo þeir kepptu í 2. deild á Ísafjarðarmótinu. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla leikina sína og urðu í 1. sæti í deildinni og hefja því næsta tímabil í efstu deild, en ekki er algengt að lið eigi tvö lið í efstu deild í 5. flokki. Þeir hafa bætt sig gríðarlega mikið á þeim stutta tíma sem þeir hafa æft, og leita þarf lengi til að finna lið sem jafn gaman er að fylgjast með keppa og drengjunum í Selfoss 3 svo mikil er leikgleðin og baráttan.
öþ
Á myndinni eru allir strákarnir sem stilltu sér upp í myndatöku að loknu móti.
Myndir: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson