Júdó - Garðar og Egill
Selfyssingurinn Egill Blöndal heldur áfram að gera það gott á meginlandi Evrópu. Um helgina átti hann ágætan dag í Gdynia í Póllandi þar sem hann krækti í níunda sætið á European Cup juniors.
Í fyrstu umferð lagði hann Milosz Pekala frá Póllandi og því næst Federico Rollo frá Ítalíu. Í þriðju umferð varð hann að lúta í lægra haldi gegn Rokas Nenartavicius frá Litháen.
Garðar Skaftason þjálfari Egils var honum til halds og trausts á mótinu en að loknu móti tóku við æfingabúðir í Póllandi en Egill verður meira og minna við æfingar og keppni í Evrópu fram að Evrópumóti U21 sem fram í Valensíu á Spáni í september.
---
Egill (t.h.) ásamt Garðari þjálfara.
Ljósmynd af fésbókarsíðu Egils.