Warsaw2015
Á morgun, 1. mars, verða fimm íslenskir keppendur á meðal þátttakenda á European Judo Open í Varsjá sem er eitt sterkasta mótið sem haldið er í Evrópu ár hvert og eitt af þeim mótum sem gefa stig á heimslistann. Þeir sem keppa eru, Þormóður Jónsson (+100 kg), Þór Davíðsson og Egill Blöndal (-90 kg) og Sveinbjörn Iura og Logi Haraldsson (-81 kg). Keppendur eru um 300 frá 44 löndum og meðal þeirra verðlaunahafar frá Ólympíuleikum og heimsmeistaramóti.
Þormóður og Sveinbjörn hafa reynslu af mótum af þessum styrkleika en þeir Logi og Egill sem eru enn í U21 árs flokki eru að keppa í fyrsta skipti og það sama á við um Þór og verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar.
Keppnin hefst kl 9:00 í fyrramálið að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu í gegnum frétt á vef Júdósambands Íslands.