Eltingaleikur hjá stelpunum

Handbolti - Hrafnhildur Hanna gegn FH
Handbolti - Hrafnhildur Hanna gegn FH

Stelpurnar okkar léku fyrsta leik sinn í Olís-deildinni á þessu keppnistímabili þegar þær tóku á móti Fram á laugardag.

Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en í stöðunni 10-10 fór allt í baklás hjá heimastelpum og skoruðu gestirnir seinustu fimm mörk hálfleiksins. Staðan í hálfleik 10-15 fyrir Fram. Í seinni hálfleik voru Selfyssingar alltaf skrefinu á eftir og lauk leiknum með fjögurra marka sigri Framara 24-28.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var atkvæðamest Selfyssinga með 7 mörk. Kristrún Steinþórsdóttir, Perla Ruth Albertsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu allar 4 mörk, Adina Maria Ghidoarca 3 og þær Arna Kristín Einarsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu hvor sitt markið.

Næsti leikur stelpnanna er á útivelli gegn Íslandsmeisturum Gróttu næstkomandi laugardag kl. 16:00.

---

Hrafnhildur Hanna var markahæst Selfyssinga í leiknum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE