Elvar Örn með U-20 í forkeppni EM

Elvar Örn Jónsson
Elvar Örn Jónsson

Elvar Örn Jónsson er í U-20 ára landsliði Ólafs Stefánssonar sem tekur þátt í forkeppni EM í Póllandi í byrjun apríl. Elvar Örn er svo sannarlega vel að þessu vali kominn enda öflugur leikmaður sem er, ásamt því að hafa leikið með yngri landsliðum Íslands, lykilleikmaður með meistaraflokki Selfoss.

Í undankeppninni mætir liðið Búlgaríu, Ítalíu og heimamönnum. Auk Elvars Arnar er Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon einnig í hópnun, sem og hinn ungi og knái Teitur Örn Einarsson en hann er einn fjögurra yngri leikmanna sem einnig taka þátt í æfingum.

---

Elvar Örn er einn af lykilmönnum Selfoss og U-20 ára landsliðsins.