Feðgar frá Selfossi á EM í Króatíu

Handbolti - Teitur Örn Einarsson
Handbolti - Teitur Örn Einarsson

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson og félagar í U-18 ára landsliði Íslands tóku á dögunum þátt í EM í Króatíu. Eftir tap gegn heimamönnum í fyrsta leik lagði liðið Svía og Tékka og varð í öðru sæti undanriðilsins og fór ásamt króatíska liðinu í milliriðil þar sem það lá fyrir Serbum og Þjóðverjum.

Liðið endaði því á að leiki krossspil um 5.-8. sæti mótsins. Fyrri leikurinn tapaðist gegn Dönum en að lokum vannst sigur á Serbum í leik um 7. sæti mótsins.

Með því að íslenska liðið endaði í efri hluta mótsins og tryggði það sér þátttöku á HM í Georgíu næsta sumar sem og sæti á EM 2018.

Teitur Örn er ekki eini Selfyssingurinn í liðinu því að faðir hans, Einar Guðmundsson, er annar af þjálfurum liðsins. Þá voru Bjarni Valdimarsson og Örn Östenberg meðal leikmanna liðsins en báðir eiga þeir sterkar rætur á Selfoss.

---

Teitur Örn í leik gegn Svíþjóð á EM.
Ljósmynd af fésbókarsíðu U-18 ára landsliðs HSÍ