Frjálsar Grýlupottahlaup nr. 6 047
Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2016 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 16. apríl. Þátttakendur voru rétt rúmlega eitt hundrað sem er á pari við fjölda undanfarinna ára og ljóst að þetta skemmtilega hlaup nýtur sífelldra vinsælda meðal Selfyssinga. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að veðrið verði milt og gott næstu laugardaga.
Hlaupaleiðinni var sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar. Úrslit úr hlaupinu má finna á vef Sunnlenska.is en það voru Benedikt Fadel Farag og Valgerður Einarsdóttir sem náðu bestum tíma hlaupara á laugardag.
Annað hlaup ársins fer fram nk. laugardag 23. apríl. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.
---
Það eru allir velkomnir í Grýlupottahlaupið á laugardag.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ