Flöskusöfnun á Selfossi 21. maí

Flöskusöfnun
Flöskusöfnun

Sunddeild Umf. Selfoss býður fólki að setja tómar flöskur og dósir í poka og leggja út fyrir dyrnar laugardagsmorguninn 21. maí 2016. Fólk er vinsamlegast beðið að setja pokann þannig að hann sjáist vel frá götunni og líma/festa á hann miða sem borinn var í hús þannig að hann sjáist vel. Þannig fyrirbyggjum við allan misskilning.

Eftir klukkan 11.00 mætir vaskur hópur sundiðkenda í götuna og safnar saman framlagi ykkar.

Flöskusöfnunin er ein af mikilvægustu fjáröflunarleiðum ungra sundmanna í Árborg og er treyst á þig til að styðja við þeirra starf. Við þökkum þitt framlag. J

Sími sunddeildar á söfnunardaginn er 861-9105 hjá Guðmundi formanni.