Mynd 5 - Gullverðlaun Eyþór Birnir Stefánsson
Eyþór Birnir Stefánsson, Umf. Selfoss vann fyrsta sigur Umf. Selfoss á móti í aldursflokkamótaröð BTÍ, og líklega fyrsta sigur Umf. Selfoss borðtennismóti á vegum BTÍ, þegar hann sigraði í sveinaflokki á aldursflokkamóti KR. Mótið var haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 6. febrúar og voru skráðir keppendur 62 talsins frá BH, Garpi, HK, KR, Umf. Selfoss og Víkingi.
Sjá nánar í frétt á vef BTÍ
Æfingar á vegum borðtennisnefndar Umf. Selfoss fara fram í Fjallasal Sunnulækjarskóla á Selfossi. Spilað er á fimm borðum tvisvar í viku, miðvikudaga og föstudaga kl. 17:30-19:00. Aldur er miðaður að 5. -10. bekk grunnskóla.
Það er mjög gaman að spila borðtennis og æfingarnar henta vel byrjendum sem lengra komnum. Það er mjög gaman að taka þátt í borðtennismótum en það er samt engin skylda. Aðalmarkmiðið er að hafa gaman að því að spila og taka þátt. Nóg rými fyrir byrjendur. Það eru lánsspaðar fyrir þá sem vilja prófa.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Sverrisson í síma 612-9566 eða netfangið stefan.sverrisson@gmail.com.
---
Eyþór Birnir (annar f.v.) ásamt verðlaunahöfum í flokki sveina fæddir 2006-2007.
Ljósmynd af vef BTÍ.