Efri röð frá vinstri: Dagný Katla, Ragnhildur Elva, Birta Rós, Magdalena Ósk, Victoria Ann, Bóel Birna og Elva Lillian.
Neðri röð frá vinstri: Rakel Björk, Ásta Kristín, Sunneva, Stella Natalía og Ingibjörg Anna
Laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn fór fram hæfileikamótun Fimleikasambands Íslands.
Hæfileikamótun er fyrir iðkendur fædda 2007-2012. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara.
Selfoss átti að þessu sinni 13 iðkendur á hæfileikamótun sem áttu góða æfingu.