Handknattleiksdeild Selfoss hlaut gæðaviðurkenningu ÍSÍ

Handbolti Fyrirmyndarfélag 2015 (1)
Handbolti Fyrirmyndarfélag 2015 (1)

Handknattleiksdeild Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ 18. desember síðastliðinn.

Viðurkenningin var afhent í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í hálfleik stórleiks Selfoss og Mílunnir í 1. deilda karla í handknattleik. Það var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhenti viðurkenninguna formanni deildarinnar Jóni Birgi Guðmundssyni.

Handknattleiksdeildin varð fyrirmyndardeild í fyrsta skipti árið 2008 en þessi endurnýjun gildir til ársins 2019.

---

Á myndinni eru frá vinstri: Hafsteinn Pálsson, Elvar Örn sem var markahæstur í leiknum með 11 mörk, þá faðir hans Jón Birgir starfandi formaður handknattleiksdeildarinnar og loks faðir Jóns Birgis, Guðmundur Kr. Jónsson sem er formaður Ungmennafélags Selfoss. Þarna eru því þrír ættliðir saman komnir með Hafsteini.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson