4. flokkur á Haustmóti
Í nóvember síðastliðinni fóru fram Haustmót yngri og eldri á vegum Fimleikasambands Íslands.
Eldri flokkar kepptu í Egilshöllinni en þau yngri í Vallaskóla á Selfossi.
Selfoss átti mörg lið á þessum mótum og var mjög skemmtilegt að hefja nýtt keppnisár eftir æfingarnar í haust.
Á Haustmóti eldri keppti 2. flokkur í tveimur liðum, stúlkurnar í hópfimleikum og drengirnir í stökkfimi. Í Hópfimleikum er haustmót nýtt til þess að skipta liðum niður í deildir og því eru ekki veitt verðlaun á því móti. Stúlkurnar áttu góðan dag og skiluðu hreinum stökkum og lentu í 7. sæti og eiga heilmikið inni. Strákarnir kepptu í stökkfimi og fengu góða keppnisreynslu frá mótinu.
3. flokkur keppti einnig á Haustmóti eldri og þar sem það voru mörg lið að keppa skiptist 3. flokkur upp í 2 deilir, A deild og B deild. 3. flokkur. Selfoss I endaði í 4. sæti samanlagt og raðast þar með í A-deild og Selfoss II lenti í 12. sæti samanlagt og þar með í B-deild en það eru 9 lið í hvorri deild. Það verður því skemmtileg keppni hjá þessum liðum eftir áramót :)
Á Haustmóti yngri kepptu 4 lið í 4. flokki stúlkna og 1 lið í stökkfimi yngri. Stúlkurnar áttu góða keppni og fengu mikla reynslu, enda alltaf skemmtilegt að keppa á heimavelli. Þær voru í nýjum keppnisgöllum og tóku sig vel út á gólfinu :) Liðin röðuðust í 1., 10., 19. og 30. sæti sem þýðir að við eigum 1 lið í A-deild, 1 í B-deild og 2 í C-deild. KKy liðið okkar endaði mótið og keppti á sunnudeginum, þeir áttu einnig góða keppni og eru í stöðugri framför.
Til hamingju Selfoss með frábært mót - til hamingju allir iðkendur og þjálfarar, þetta verður skemmtilegur fimleikavetur :D