Merki HSK - Logo
Þrjú félög sendu keppendur til leiks á héraðsmót HSK í sundi sem haldið var haldið í sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði 5. júní sl.
Selfoss vann stigakeppni félaga með 82 stig, Hamar varð í öðru sæti með 54 stig og Suðri í því þriðja með 14 stig.
Selfyssingar tryggðu sér fimm HSK meistaratitla, en Sara Ægisdóttir vann þrjár greinar og Sigurleif Sigurðardóttir og Hallgerður Höskuldsdóttir einn titil hvor. Hamarskeppendur unnu einnig fimm titla. Guðjón Ernst Dagbjartsson vann þrjár greinar og María Clausen vann tvær. Suðrakeppandinn Skúli Bárðarsson tryggði svo sínu félagi einn titil.
Úr fréttabréfi HSK