Hótel Geysir áfram í samstarfi við Fimleikadeild Selfoss

4. flokkur fimleikadeildar Selfoss ásamt Andreu formanni og Elínu Svöfu frá Hótel Geysi
4. flokkur fimleikadeildar Selfoss ásamt Andreu formanni og Elínu Svöfu frá Hótel Geysi

Hótel Geysir hefur endurnýjað samstarf sitt við fimleikadeild Selfoss.
Hótel Geysir kom inn sem styrktaraðili deildarinnar haustið 2023 og hefur ákveðið að halda áfram góðu samstarfi við deildina.

Við hjá fimleikadeildinni erum mjög þakklát fyrir að áframhaldandi samstarf við Hótel Geysi, það er ómetanlegt að hafa góða bakhjarla við deildina. Hótel Geysir er fallegt hótel í kyrrlátri paradís í Haukadalnum. 

Elín Svafa, framkvæmdastjóri Hótel Geysis kom á Haustmót hjá okkur á dögunum þar sem dætur hennar voru að keppa. Við það tilefni var tekin mynd af henni og Andreu formanni, með stúlkunum í 4. flokki sem höfðu nýlokið keppni. 

Við þökkum Hótel Geysi innilega fyrir gott samstarf hingað til og hlökkum til framhaldsins!