Move-Week-Hreyfivika
Hreyfivika UMFÍ hefst næsta mánudag, þann 23. maí og stendur til 29. maí. Þjónustumiðstöð UMFÍ ætlar að setja Hreyfiviku UMFÍ mánudaginn 23. maí kl. 11.30-12.15. Viðburðurinn felur í sér lauflétta áskorun á þingmenn, forystufólk sveitarfélaga, íþróttafélaga og félagasamtaka að taka þátt í stígvélakasti.
UMFÍ óskar eftir að fá sendar upplýsingar um viðburði og myndir á netfangið ragnheidur@umfi.is. Eins hvetjum við alla sem taka þátt í vikunni að merkja myndir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #minhreyfing og #umfi.
Á sama tíma og vikan verður sett í Þjónustumiðstöðinni verður viðburði SideKickHealth startað – en fyrirtækið setti sig í samband við UMFÍ og vildi taka þátt. SideKickHealth er app, þar sem einstaklingar geta skráð sig inn með PIN númeri sem er þá póstnúmer þeirra og tekið þátt fyrir sitt samfélag t.d. íbúar 810 í Hveragerði keppa við Selfyssinga í póstnúmeri 800 og þar fram eftir götunum. Appið er frítt fyrir allar gerðir snjallsíma.
Sundkeppni sveitarfélaganna fer ekki inni í appið nema einstaklingurinn geri það sjálfur aukalega. Sama fyrirkomulag verður á sundkeppninni og í fyrra, en þá var það Rangárþing ytra sem sigraði.
Allar nánari upplýsingar veita landsfulltrúarnir Sabína Steinunn og Ragnheiður í gegnum netfangið hreyfivika@umfi.is og síma 568 2929 og einnig eru upplýsingar um verkefnið á heimasíðu UMFÍ.
Umf. Selfoss hvetur félagsmenn og Selfyssinga að taka þátt í hreyfivikunni.