Selfoss_merki_nytt
Grindvíkingar komu í heimsókn á JÁVERK-völlinn á föstudag. Það tók okkar menn stutta stund að brjóta ísinn þegar Maniche fékk boltann rétt fyrir utan teig og skaut frábæru skoti sem endaði í bláhorninu, óverjandi fyrir markvörð Grindvíkinga.
Staðan var óbreytt fram í hálfleik þrátt fyrir ágæt færi á báða bóga. Grindvíkingar voru mun ákveðnari í seinni hálfleik og uppskáru tvær vítaspyrnur með skömmu millibili. Sem betur fer rataði einungis önnur þeirra í netið. Lokastaðan 1-1 en undir lok leiksins fékk Maniche tvö gul spjald og verður því í banni í næsta leik.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Næsti leikur er gegn Val á Vodafonevellinum á Hlíðarenda á morgun, þriðjudagskvöld, í Borgunarbikarnum og hefst leikurinn kl. 19:15.