Lið Selfoss sigraði Unglingamót HSK í frjálsum íþróttum

Sigurlið Selfoss á Unglingamóti HSK 15-22 ára
Sigurlið Selfoss á Unglingamóti HSK 15-22 ára

Unglingamót HSK 15-22 ára fór fram í Lindexhöllinni 25.janúar sl. Lið Selfoss gjörsigraði stigakeppni félaganna með 210 stig en Dímon varð í öðru sæti með 60stig. Anna Metta Óskarsdóttir varð fjórfaldur HSK meistari í flokki 15 ára. Kári Sigurbjörn Tómasson varð þrefaldur HSK meistari í flokki 15 ára og Vignir Steinarsson tvöfaldur HSK meistari í flokki 18-19 ára.

HSK meistarar frjálsíþróttadeildar Selfoss urðu eftirtaldir aðilar:

15 ára flokkur:

Kári Sigurbjörn Tómasson: 60 m hlaup 9,32 sek – Hástökk 1,30m – Langstökk 4,21m –

Stormur Leó Guðmundsson: Kúluvarp 7,54m

Anna Metta Óskarsdóttir: 60m hlaup 8,47sek – 60m grind 9,98 sek – Hástökk 1,56m – Langstökk 4,76m –

Adda Sóley Sæland: Kúluvarp 9,36m

16-17 ára flokkur:

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson: 60m hlaup 7,60 sek

Vésteinn Loftsson: Langstökk 5,72m

Kristján Kári Ólafsson: Kúluvarp 13,78m

Bryndís Embla Einarsdóttir: Kúluvarp 11,59m

18 -19 ára flokkur

Daníel Breki Elvarsson: 60m hlaup 7,82 sek

Vignir Steinarsson: 60m grind 12,13 sek – langstökk 4,61m

Dagmar Sif Morthens: Kúluvarp 9,11m