Vígsla Íslandsmeistaramynd_ESÓ
Mynd af Íslandsmeisturum í handknattleik árið 2019 var vígð á sigurleik Selfoss gegn KA sem fram fór í Hleðsluhöllinni á miðvikudagskvöld. Myndin er prentuð á stórt segl sem hangir á vegg á móts við stúkuna og sómir hún sér þar vel, öllum til yndisauka.
Að uppsetningunni stóðu Sögu- og minjanefnd Ungmennafélags Selfoss ásamt handknattleiksdeildinni. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók myndina, Örn Guðnason sá um myndvinnslu og Filmulausnir og merkingar sáu um prentun á myndinni.
Við viljum sérstaklega þakka Olís, Landsbankanum, MS og Sveitarfélaginu Árborg fyrir að styrkja verkefnið og gera það að veruleika.
Frá vinstri: Guðbjörg Jónsdóttir formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, Þórir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar, Helga Guðmundsdóttir frá Landsbankanum á Selfossi, Ólafur Einarsson frá MS á Selfossi, Hörður Reynisson útibússtjóri Olís á Suðurlandi, Kristinn M. Bárðarson frá sögu- og minjanefnd og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss ásamt syni sínum Birgi Þór.