Meistaraverksmiðjan Team Nordic

króatíu ferð
króatíu ferð

Hinn 1. ágúst síðastliðinn fóru sex einstaklingar frá Íslandi á æfingabúðir Team Nordic, sem haldnar eru í Split í Króatíu. Af þessum sex einstaklingum eru þrír frá Taekwondodeild Umf. Selfoss. Systkinin Daníel Jens Pétursson og Dagný María Pétursdóttir og einnig fremsta taekwondokona landsins, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir.

Æfingabúðirnar eru frá 1. ágúst eins og áður sagði og standa yfir til 11. ágúst. Æfingar eru tvisvar til þrisvar á dag þar sem æft er bæði inni og úti í yfir 30° hita. Þessar æfingar eru mjög hnitmiðaðar enda eru þjálfararnir þeir allra bestu á Norðurlöndum og gengur Team Nordic undir viðurnefninu „Champion factory" innan taekwondoheimsins.

Það segir meira en mörg orð um stöðu Taekwondodeildar Umf. Selfoss sem státar af þjálfurum og nemendum sem eiga sæti í þessum æfingabúðum. Ef fólk sýnir ekki framfarir á milli æfingabúða missir það sæti sitt í hópnum. Þess má geta að þetta eru þriðju æfingabúðirnar hjá okkar fólki á þessu ári, en gaman er að segja frá því að næstu æfingabúðir hjá Team Nordic verða haldnar á Íslandi nánar tiltekið á Selfossi dagana 9. til 12. október 2014.

PMJ