MÍ 15-22 ára - Anna Metta með Íslandsmet

Lið HSK/Selfoss á Unglingameistaramót Íslands ásamt þjálfurum
Lið HSK/Selfoss á Unglingameistaramót Íslands ásamt þjálfurum

 

 

Lið HSK/Selfoss varð í þriðja sæti á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Reykjavík 15.-16.febrúar sl. Liðsfélagar HSK/Selfoss höluðu alls inn 238,5 stigum á mótinu en lið ÍR sigraði með 353,5 stigum. Lið HSK/Selfoss sigraði í tveimur aldursflokkum. Piltar 18-19 ára og 15 ára stúlkur unnu sína flokka. Stúlkur og piltar 16-17 enduðu í öðru sæti og stúlkur 18-19 ára enduðu í þriðja sæti. Hér fyrir neðan má sjá einstakan árangur hjá keppendum UMF. Selfoss sem stóðu sig frábærlega.

15 ára stúlkur: Anna Metta Óskarsdóttir náði þeim einstaka árangri að vinna til 6 gullverðlauna og 5 silfurverðlauna á mótinu. Hún varð Íslandsmeistari í þrístökki þegar hún stökk 11,59m og bætti eigið Íslandsmet í flokki 15 ára stúlkna, stökkið var jafnframt nýtt mótsmet auk þess að vera bæting á eigin HSK meti í flokkum 15, ára , 16-17 ára og 18-19 ára. Hún var auk þess Íslandsmeistari í hástökki er hún vippaði sér yfir 1,55m, í stangarstökki þegar hún sveif yfir 2,50m og í langstökki er hún stökk 5,20m. Hún náði einnig í Íslandsmeistaratitil í 2000m hlaupi á tímanum 8:52,93 mín. Hún var í sigursveit HSK/Selfoss í 4x200m boðhlaupi er hljóp á tímanum 1;51,63 mín og setti HSK met bæði í flokki 16-17 ára og 18-19 ára. Hún náði í fern silfurverðlaun í hlaupagreinum, hljóp 60m á 8,38 sek, 60m grindahlaup á 9,72 sek, 300 m á 45,73 sek og að lokum hljóp hún 800m á tímanum 2;55,02 mín. Adda Sóley Sæland kastaði kúlunni 9,89m og vann til silfurverðlauna

16-17 ára stúlkur: Arndís Eva Vigfúsdóttir kastaði kúlunni 11,75m og vann til bronsverðlauna. Hún var auk þess í sigursveit HSK/Selfoss í 4x200m boðhlaupi sem komu fyrstar í mark á tímanum 1:51,63 og settu HSK met í flokkum 16-17 ára og 18-19 ára. Hugrún Birna Hjaltadóttir var í sigursveitinni í 4x200m boðhlaupi ásamt þeim Arndísi Evu, Önnu Mettu Óskarsdóttur og Helgu Fjólu Erlendsdóttur(Garpur).

18-19 ára stúlkur: Sveit HSK/Selfoss vann til bronsverðlauna í 4x200m boðhlaupi á tímanum 1:59,73 mín. Sveitina skipuðu þær Ísold Assa Guðmundsdóttir, Adda Sóley Sæland, Þórhildur Sara Jónasardóttir og Dagmar Sif Morthens. Ísold Assa Guðmundsdóttir vann silfurverðlaun þegar hún vippaði sér yfir 2,50m í stangarstökki og hún vann til bronsverðlauna bæði í hástökki með 1,41m og í þrístökki er hún stökk 10,15m.

16-17 ára piltar: Hjálmar Vilhelm vann til silfurverðlauna í kúluvarpi er hann þeytti henni 15,62m og bætti eigið HSK met. Árangurinn hjá Hjálmari Vilhelm er jafnframt fimmti besti árangur frá upphafi í hans flokki.  Sveit HSK/Selfoss sigraði í 4x200m boðhlaupi. Sveitina skipuðu þeir Vésteinn Loftsson, Kristján Kári Ólafsson, Hjálmar Vilhelm Rúnarsson og Ívar Ylur Birkisson (Dímon).

18-19 ára piltar: Þorvaldur Gauti Hafsteinson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi á tímanum 2;02,30 mín og Artur Thor Pardej náði silfurverðlaunum í 2000m hlaupi á tímanum 11;19,95mín. Daníel Breki Elvarsson kastaði kúlunni 10,56m og vann til silfurverðlauna og hann stökk yfr 1,83m í hástökki og vann bronsverðlauna. Daníel Smári Björnsson stökk 10,92m í þrístökki og vann til bronsverðlauna. Sveit HSK/Selfoss í 4x200 m boðhlaupi hljóp á tímanum 1:39,42 mín og krækti sér í silfurverðlaun. Sveitina skipuðu þeir Daníel Breki Elvarsson, Þorvaldur Gauti Hafsteinsson, Daníel Smári Björnsson og Helgi Reynisson (Þjótandi).

Anna Metta með gullverðlaun sín fyrir þrístökk þar sem hún setti Íslandsmet, HSK met og mótsmet

Sveit HSK/Selfoss sem sigraði í 4x200m boðhlaupi. Á myndinni eru frá vinstri Ívar Ylur, Vésteinn, Kristján Kári og Hjálmar Vilhelm

Hjálmar Vilhelm vann til silfurverðlauna í kúluvarpi og bætti jafnframt eigið HSK met.

Þær Anna Metta, Helga Fjóla, Hugrún Birna og Arndís Eva urðu Íslandsmeistarar í 4x200 m boðhlaupi og settu jafnframt HSK met bæði í flokkum 16-17 ára og 18-19 ára