Frjálar - Fjóla Signý í Svíþjóð
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði dagana 23. og 24. febrúar sl. Sex keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í mótinu og settu þeir samtals sex HSK met og unnu til tveggja verðlauna.
Tveir keppendur af sambandssvæðinu unnu til verðlauna. Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, varð önnur í 60 m grindahlaupi kvenna og Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, varð þriðji í 60 m grindahlaupi karla.
Sindri Freyr Seim Sigurðsson, Umf. Heklu, bætti HSK metið í þremur flokkum í 200 metra hlaupi innanhúss. Sindri hljóp á 23,38 sek og bætti met Dags Fannars Einarssonar í 16-17 ára flokki og 18-19 ára flokki um 0,18 sek. Þá bætti hann HSK met Haraldar Einarssonar í 20-22 ára flokki um 0,06 sek. Þess má geta að Haraldur á HSK metið í karlaflokki sem er 22,90 sek.
Sveit HSK/Selfoss setti þrjú HSK met í 4 x 400 metra hlaupi þegar hún hljóp vegalendina á 3;50,92 mín. Í sveitinni voru Sindri Freyr Seim Sigurðsson, Elías Örn Jónsson, Unnsteinn Reynisson og Dagur Fannar Einarsson. Þessi árangur er met í 16-17, 18-19 og 20-22 ára flokki.
Úr fréttabréfi HSK