Frjálsar Grýlupottahlaupið 089
Mikill fjöldi fólks hljóp annað Grýlupottahlaup ársins 2016 á Selfossvelli laugardaginn 23. apríl. Þátttakendur voru tæplega eitt hundrað og fimmtíu sem er frábær þátttaka. Vegalengd Grýlupottahlaupsins er 850 metrar. Hlaupið er frá stúku knattspyrnuvallar, framhjá Tíbrá, austur Engjaveginn, beygt inn hjá Gesthúsum og endað á frjálsíþróttavellinum.
Bestum tíma hjá stelpunum náði Hrefna Ágústsdóttir, 3:41 mín og hjá strákunum var það Benedikt Fadel Farag sem hljóp á 2:58 mín.
Öll úrslit úr hlaupinu má finna á vef Sunnlenska.is.
Þriðja hlaup ársins fer fram nk. laugardag 30. apríl. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.
Hlaupið fer fram sex laugardaga og að loknum sex hlaupum eru tekinn saman besti árangur úr samanlögðum fjórum hlaupum og veitt verðlaun. Verðlaunaafhending fer fram 4. júní klukkan 11 í Tíbrá.