Mótokross - Bergrós og Bjarki nýliðar ársins 2019 (1)
Uppskeruhátíð MSÍ var haldin um seinustu helgi þar sem afhent voru verðlaun fyrir árangur sumarsins. Iðkendur frá mótokrossdeild Selfoss fengu þó nokkur verðlaun, bæði í mótokross og enduro.
Heiðar Örn Sverrison varð Íslandsmeistari í MX2. Í 85 cc flokki varð Eric Máni Guðmundsson í öðru sæti og Alexander Adam Kuc í þriðja sæti. Í unglingaflokki varð Bjarki Breiðfjörð Björnsson í þriðja sæti og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í þriðja sæti kvennaflokki 30+.
Í Enduro-flokki varð Heiðar Örn Sverrison einnig Íslandsmeistari í flokki 40-49 ára og Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð í þriðja sæti í kvennaflokki.
Til að toppa kvöldið voru systkinin Bjarki Breiðfjörð Björnsson og Bergrós Björnsdóttir valin nýliðar ársins í mótokross. Frábær árangur sem þau hafa náð í sportinu.
rb
---
Á mynd með fréttinni eru systkinin Bjarki og Bergrós sem voru valin nýliðar ársins í mótokross.
Heiðar Örn varð Íslandsmeistari í MX2.
Í 85 cc flokki varð Eric Máni (t.v.) í öðru sæti og Alexander Adam (t.h. í þriðja sæti.
Gyða Dögg (t.h.) varð í þriðja sæti í kvennaflokki í Enduro.
Ragnheiður (t.h) varð í þriðja sæti kvennaflokki 30+.
Í unglingaflokki varð Bjarki Breiðfjörð (t.h.) í þriðja sæti.