HSK Ólafur Guðmundsson
Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um síðustu helgi. Sjö keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt og unnu allir til verðlauna. Sagt var frá mótinu á vef HSK.
Þrír keppendur okkar settu samtals fimm HSK met á mótinu. Þorsteinn Magnússon setti tvö met, hann bætti mánaðargamalt met sitt í 800 metra hlaupi í flokki 35-39 ára um rúmar fjórar sekúndur, hljóp á 2;14,24 sek. Þá setti hann nýtt HSK met í 3.000 metra hlaupi í sama aldursflokki þegar hann hljóp á 10;21,97 mín.
Ólafur Guðmundsson bætti einnig tvö HSK met á mótinu í flokki 45 – 49 ára karla. Hann hljóp 60 metrana á 7,79 sek, en hann átti gamla metið sjálfur, sett í fyrra og var 7,82 sek. Hann bætti einnig ársgamalt met sitt í 200 metra hlaup um 0,3 sek. hann hljóp nú á 25,43 sek.
Loks bætti Guðmundur Nikulálsson eigið HSK met í 800 metra hlaupi í flokki 50-54 ára. Hann hljóp á 2;37,72 mín, en ársgamalt met hans var 2;42,58 mín.
Heildarúrslit mótsins má finna á mótaforritinu Þór.
---
Mynd: Ólafur heldur áfram að setja HSK met.
Ljósmynd af vef HSK