OLÍS mótið 2023

Veðrið lék við keppendur og vallargesti þegar 550 strákar úr 16 félögum í 5.flokki karla tóku þátt á 18. Olísmótinu á JÁVERK-vellinum á Selfossi helgina 11.-13. Ágúst.
Mótið hófst eftir hádegi á föstudegi og var leikið fram til 20:00, eftir það var haldið í sundlaugaparty í Sundhöll Selfoss þar sem Dj Llorenzo hélt uppi stuðinu. Á laugardeginum hófst keppni kl 09:00 og leikið var til kl 16:00 með góðri hvíld á milli leikja ásamt hádegishléi þar sem keppendur fengu góða næringu. Leikir hófust kl 08:00 á sunnudeginum þar sem úrslitin komu í ljós.

 

Leikið var í 8 liða deildum sem skiptust svo í efri og neðri hluta líkt og í Bestu deildum karla og kvenna. Öll lið léku tíu leiki frá föstudegi til sunnudags, sjö leiki í deild ásamt þremur leikjum í úrslitakeppni. Olísmótsmeistarar í ár eru lið Þróttar frá Reykjavík

 

Virkilega vel heppnað mót í alla staði. Leikmenn, stuðningsmenn og knattspyrnuáhangendur eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu á vallarsvæðinu yfir helgina.

 

Hlökkum til næsta móts