Öruggur sigur á Val

Dagný og Gumma
Dagný og Gumma

Stelpurnar okkar unnu sanngjarnan 3-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi-deildinni í gær.

Áhorfendur voru enn að tínast í stúkuna þegar Guðmunda Brynja þrumaði boltanum í slánna og inn eftir sendingu frá Donnu Kay Henry. Þrátt fyrir urmul færa urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik.

Selfoss byrjaði seinni hálfleik af krafti og kláraði leikinn á 20 mínútna kafla. Fyrst skoraði Dagný Brynjarsdóttir skallamark eftir aukaspyrnu Önnu Maríu Friðgeirsdóttur en í þriðja markinu stakk Dagný boltanum inn á DK sem kórónaði góðan leik sinn með snyrtilegu marki. Valur minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir en komust alls ekki nær okkar stelpum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Myndaveisla úr leiknum er á vef Fótbolta.net.

Eftir sigurinn er Selfoss komið í 2. sæti deildarinnar með 12 stig einungis stigi á eftir toppliði Breiðabliks. Næsti leikur stelpnanna er á JÁVERK-vellinum gegn Aftureldingu þriðjudaginn 16. júní kl. 19:15.

at

---

Dagný og Gumma voru á skotskónum á Vodafone-vellinum í gær.
Ljósmynd úr safni Umf. Selfoss.