Sætur sigur Selfyssinga á Sauðárkróki

Elton Barros - vefur
Elton Barros - vefur

Selfoss vann sætan sigur á botnliði Tindastóls á Sauðárkróki í 1. deildinni á föstudag.

Selfyssingar voru allan tímann sterkari aðilinn í leiknum og kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Fyrra markið skoraði Andri Björn Sigurðsson á 22. mínútu og Elton Barros tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu. Selfyssingar voru rólegri í síðari hálfleik en sigldu heim öruggum þremur stigum í fallbaráttunni.

Eftir leikinn er Selfoss í 8. sæti deildarinnar með 21 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Næsti leikur er á JÁVERK-vellinum gegn toppliði Leiknis á morgun, þriðjudag 19. ágúst, kl. 18:45.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

---

Elton Barros skoraði seinna mark Selfyssinga.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson